Evrópskt efnahagssvæði

98. fundur
Laugardaginn 09. janúar 1993, kl. 17:16:58 (4575)

     Margrét Frímannsdóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Allar þessar tölur höfum við heyrt áður. Það sem ég var að spyrja um var: Er einhvers staðar til samantekt eða yfirlit yfir þann heildarkostnað sem þær reglugerðir, sem taka gildi hér ef þessi samningur verður lögfestur, munu hafa í för með sér? Ég bað um þessar upplýsingar í hverju ráðuneyti fyrir sig þegar við undirbúningsvinnu að gerð fjárlaga. Þá lá það ekki fyrir og við fengum ekki svör frá neinu ráðuneytanna. Það lá heldur ekki fyrir þá í hvaða nefndastarfi við hygðumst taka þátt og hvar yrði ekki um þátttöku að ræða af Íslands hálfu og þar af leiðandi gátu ráðuneytin ekki metið þennan kostnað en vísuðu í 40 millj. kr. framlag á einum lið undir fjmrn. sem ætti að dekka þetta allt saman.