Evrópskt efnahagssvæði

100. fundur
Þriðjudaginn 12. janúar 1993, kl. 15:21:35 (4712)

     Guðjón A. Kristjánsson :
    Hæstv. forseti. Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði mun að mínu viti færa stóriðju okkar Íslendinga, sjávarútveginum, ný sóknarfæri og möguleika á aukinni úrvinnslu sjávarfurða samfara auknum verðmætum fyrir þjóðina. Auk þess yrðu samkeppnisskilyrði okkar t.d. gagnvart Norðmönnum á Evrópumarkaði afar slæm svo ekki sé meira sagt ef við mundum stíga það ógæfuspor að hafna samningnum. Því segi ég já.