Evrópskt efnahagssvæði

100. fundur
Þriðjudaginn 12. janúar 1993, kl. 15:26:42 (4717)


     Sigbjörn Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Með aðild Íslands að Evrópsku efnahagssvæði gefast tækifæri til frekari sóknar fyrir atvinnulíf landsmanna, tækifæri sem munu hafa í för með sér aukna verðmætasköpun og munu enn bæta lífskjör okkar Íslendinga, tækifæri sem munu treysta sjálfstæði þjóðarinnar. Það er mikill ábyrgðarhluti að hafna slíkum tækifærum. Það er gæfa íslenskrar þjóðar hvað erlend samskipti varðar að öfl framfara og sóknar hafa ætíð reynst sterkari öflum afturhalds og vanmetakenndar hér á hinu háa Alþingi. Þannig mun það og reynast nú.
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að segja já.