Evrópskt efnahagssvæði

100. fundur
Þriðjudaginn 12. janúar 1993, kl. 16:09:17 (4739)

     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Ég hef gert grein fyrir afstöðu minni til þessa máls við þrjár umræður. Það hefur verið gagnrýnt hér í Alþingi að það hafi verið talað mikið. Sú umræða sem hefur farið hér fram við atkvæðagreiðslu sannar aftur á móti að það hefur ekki verið of lengi talað í Alþingi. Nú hafa ýmsir þingmenn fengið mál sem ekki töldu sig hafa tök á því að tala við þrjár umræður um málið. Meðferð þessa máls hefur sannað hér í hv. Alþingi að málið er ekki þingtækt. Það hefur líka verið stutt gildum rökum að EES-samningurinn er brot á íslensku stjórnarskránni. Það blasir nú við að Íslendingar verða semja að nýju við þessa viðskiptaaðila sína, við Efnahagsbandalagið. Um þann tvíhliða samning, sem þá vonandi verður að veruleika, þarf að skapa víðtæka samstöðu með þjóðinni.
    Von mín er að þessi langi sáttmáli, sem nú er verið að samþykkja, verði aldrei að veruleika. Ég segi nei.