Lánsfjárlög 1993 o.fl.

100. fundur
Þriðjudaginn 12. janúar 1993, kl. 18:58:12 (4766)


     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég ætla ekki í andsvari rétt undir lok þessa þingfundar að vekja máls á meginefnisatriðum frv. Hins vegar vildi ég gjarnan nota þetta tækifæri á meðan svo rólegt er í þingsölum og spyrja hv. frsm. meirihlutaálitsins nákvæmar út í eina brtt. sem er um heimild til að yfirtaka hluta af skuldum Hitaveitu Suðureyrarhrepps. Eins og fram kom í máli frsm. standa yfir viðræður milli Orkubús Vestfjarða og Suðureyrarhrepps um kaup orkubúsins á Hitaveitu Suðureyrar. Mín spurning er sú hvort sú heimild sem þarna er gerð tillaga um nái til þess að ríkissjóður yfirtaki það sem eftir stendur af skuldum hitaveitunnar, ef samningar nást um sölu, eða hvort það er einungis um hluta af eftirstöðvum sem heimildin nái til.