Lánsfjárlög 1993 o.fl.

101. fundur
Miðvikudaginn 13. janúar 1993, kl. 17:48:32 (4805)

     Karl Steinar Guðnason (andsvar) :
    Frú forseti. Hv. síðasti ræðumaður ræddi um endurgreiðslu virðisaukaskatts og vék að því að fjárln. hefði haft með það að gera. Sagðist ekki trúa því að sessunautur sinn, hv. þm. Pálmi Jónsson, hefði farið þannig að þegar hann var formaður fjárveitinganefndar. Ég er sannfærður um að svo hefði ekki verið og enginn formaður fjárveitinga- eða fjárln. hefði gert það enda eru þau mál ekki á forræði fjárln. heldur efh.- og viðskn.
    Þá vil ég geta þess að fjárln. áætlaði fyrir launum hreppstjóra áður en frv. kom til umræðu hér.