Samningar við EB um fiskveiðimál

101. fundur
Miðvikudaginn 13. janúar 1993, kl. 18:20:40 (4812)

     Vilhjálmur Egilsson :
    Virðulegi forseti. Það liggur fyrir að allt frá árinu 1976 hefur staðið til að gera einhvers konar samning við Evrópubandalagið til þess að fylgja eftir bókun 6 og þeim samningum sem náðust á sínum tíma um fríverslun við Evrópubandalagið. Ég tel að þessi samningur sem nú hefur náðst um gagnkvæmar veiðiheimildir sé okkur hagstæður og alveg fyllilega þess virði að gera hann. Því segi ég já.