Samningar við EB um fiskveiðimál

101. fundur
Miðvikudaginn 13. janúar 1993, kl. 18:25:16 (4816)

     Halldór Ásgrímsson :
    Virðulegur forseti. Það hefur ávallt verið stefna Íslendinga að láta ekki í té veiðiheimildir fyrir lækkanir á tollum. Ég tel að með þessum samningi hafi Íslendingar fallist

á að láta Efnahagsbandalaginu í té veiðiheimildir sem eru mun verðmætari en þær sem við fáum í staðinn. Ég tel jafnframt að við látum í té öruggar veiðiheimildir fyrir mjög óvissar veiðiheimildir. Ég tel miðað við útlit um loðnuvertíð á þessu ári séu allar líkur á því að þessar veiðiheimildir muni í engu nýtast Íslendingum.
    Ef svo illa fer að þessi samningur verði samþykktur á Alþingi, þá vænti ég þess að um það geti náðst samstaða að þessi samningur verði aldrei framlengdur og því neitað að ganga að slíkum afarkostum aftur. En eins og kunnugt er gildir þessi samningur aðeins til eins árs að því er veiðiheimildir varðar. Ég legg því til að þessi samningur verði felldur og segi því nei.