Samningar við EB um fiskveiðimál

101. fundur
Miðvikudaginn 13. janúar 1993, kl. 18:30:49 (4820)


     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Þetta er slæmur samningur fyrir Íslendinga. Með honum er verið að kaupa tollalækkanir inn á EB-markað því verði að hleypa skipum Evrópubandalagsins inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Samkvæmt samningum verður að setjast árlega að samningaborði um veiðiheimildir. Samningurinn er óuppsegjanlegur næstu tíu árin. Þetta eru afarkostir sem Evrópubandalagið hefur gert að skilyrði fyrir EES-samningnum. Ég mótmæli þessari niðurstöðu og segi nei.