Tilkynning um utandagskrárumræðu

102. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 12:25:43 (4832)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti upplýsa að fyrirhuguð er utandagskrárumræða hér síðar í dag samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa. Hún fer fram að beiðni hv. 2. þm. Vesturl. og fjallar um málefni Ríkisspítalanna í tilefni af uppsögn hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra sem gengur í gildi 1. febrúar nk.
    Þessi umræða mun væntanlega fara fram kl. 5 eða um það leyti og miðast það við að dagskrármálum fundarins verði lokið fyrir þann tíma.