Lánsfjárlög 1993 o.fl.

102. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 13:58:47 (4836)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegur forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um brtt. við 11. gr. frv. til lánsfjárlaga og samkvæmt þeim fjárlögum sem samþykkt voru fyrir árið 1993 hafa þegar verið ákveðnar skerðingar á ótal eyrnamerktum tekjustofnum. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt harðlega ýmis áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð, m.a. þann sem er að finna í hinum svokölluðu ,,þrátt-fyrir-ákvæðum`` lánsfjárlaganna. Má þar sem dæmi nefna meðferð á vegafé og framlag til Húsafriðunarsjóðs. Þar sem við stöndum frammi fyrir gerðum hlut með samþykkt fjárlög mun stjórnarandstaðan sitja hjá við afgreiðslu þessarar greinar.