Grunnskóli

102. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 17:32:47 (4865)


     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ástæðan fyrir því að ég tel rétt, og er því ósammála hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni, að ríkið fari með grunnskólann og menntamálin er sú að ég vil trygga jafnrétti til náms án tillits til efnahags og búsetu. Sveitarfélög eru mismunandi að afli og getu bæði núna og verða það jafnvel

þótt villtustu hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga nái fram að ganga.
    Sá er munurinn á mér og hv. ræðumanni að ég vil tryggja jafnrétti til náms. Alþfl. nægir að tryggja tækifæri til náms eins og kom fram við afgreiðslu lánasjóðsfrv. á sl. vetri.
    Ég vil svo að lokum, virðulegi forseti, vitna í blað, sem ég fékk sent inn um lúguna af því að ég bý í þessar mundir í Hafnarfirði, sem heitir ,,Í góðu jafnvægi`` og er fréttabréf Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Þar eru lögð nokkur heilræði fyrir krata sem ætla sér að vera í ríkisstjórn með Sjálfstfl. Eitt heilræðið er svona, með leyfi forseta: ,,Að aukin útgjöld til menntamála kosta aukin útgjöld til landbúnaðarmála.``