Grunnskóli

102. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 17:39:40 (4869)


     Valgerður Sverrisdóttir :
    Hæstv. forseti. Ég hef áhyggjur af æsku landsins. Með samþykkt þessa frv. eru framlengd ákvæði bandormsins frá síðasta ári þess efnis að fækka kennslustundum í grunnskólanum og heimila fjölgun í bekkjum. Þetta er hættuleg þróun. Hæstv. ráðherra lýsti því yfir í fyrra að þetta yrði aðeins gert í eitt ár. Nú liggur fyrir að þetta á að gerast í tvö ár og enginn hefur nokkra vissu fyrir því að slíkt frv. geti ekki komið aftur fram eftir eitt ár. Ég mun að sjálfsögðu segja nei.