Grunnskóli

103. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 18:56:29 (4886)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. menntmrh. málefnalegt svar í öllum aðalatriðum og ég fagna því að hæstv. ráðherra vill ekki láta minnast sín sem þess ráðherra sem nemur þetta brott úr lögum. Hins vegar er hæstv. menntmrh. það vel að sér í lagasetningu að hann veit ef gildisákvæði gleymist þá verður aldrei neitt að lögum. Með því að fresta ákvæðum, taka þau út í bili, þá er það í sjálfu sér ekki í lögunum á meðan.
    Hitt er svo annað mál hvort það sem gerist í þessum efnum eigi að þróast algjörlega frjálst eða

setja það í lög. Ég lít á það sem gjörsamlega óviðunandi lausn að þetta eigi að þróast eftir því hvað hverjum og einum í sveitarstjórn dettur í hug. Skýringin er mjög einföld. Ef við viljum hafa jafnræði á milli barna í landinu í þessum efnum þá er engin önnur leið fær en að þetta sé í lögunum.
    En ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir undirtektir hans undir það að skoða sjónvarpskennsluna og ég vænti mér mikils af því máli ef vel tekst til.