Frestun á fundum Alþingis

103. fundur
Fimmtudaginn 14. janúar 1993, kl. 19:50:11 (4894)

     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég vil beina þeirri spurningu til hæstv. forsrh. hvort nokkrir möguleikar séu á því að gefin verði út bráðabirgðalög í þessu þinghléi. Afstaða okkar kemur til með að mótast af því hvort nokkur hætta er á því. Ef svo er ekki og forsrh. vildi gefa yfirlýsingu um að ríkisstjórnin muni ekki grípa til bráðabirgðalagasetningar, þá mun ég a.m.k. styðja þáltill. Svo vel vill til að hægt er að kalla þing saman til lagasetningar ef bráðnauðsynlegt er.