Varamaður tekur þingsæti

105. fundur
Miðvikudaginn 10. febrúar 1993, kl. 13:43:02 (4907)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseta hefur borist bréf, dags. 9. febr. 1993:
    ,,Vegna veikinda getur heilbr.- og trmrh. ekki mætt til reglulegrar setu á Alþingi. Í forföllum ráðherra óskar ráðherra eftir að varamaður hans, Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, taki sæti hans þegar þing kemur saman miðvikudaginn 10. febr. 1993.``
    Undir þetta bréf ritar Sighvatur Björgvinsson.
    Pétur Sigurðsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa.