Tilkynning um utandagskrárumræðu

105. fundur
Miðvikudaginn 10. febrúar 1993, kl. 13:43:53 (4908)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti tilkynna að óskað hefur verið eftir að hér fari fram utandagskrárumræða. Hún er að beiðni hv. 9. þm. Reykn., Önnu Ólafsdóttur Björnsson, og er um efndir á loforði ríkisstjórnarinnar um sérstakt fjárframlag til atvinnumála á Suðurnesjum. Umræðan fer fram eftir fyrri mgr. 50. gr. þingskapalaga sem þýðir að það verður hálftímaumræða. Hún hefst kl. 3.30 í dag.