Kolbeinsey

106. fundur
Fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 11:05:31 (4955)


     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan. Þetta mál stöðvast ekki vegna skorts á fjárveitingum til verkefnisins heldur vegna þess að vísindamenn, sem að þessum málum hafa komið, hafa ekki áttað sig á því hvernig best verði að því staðið.
    Um hitt í sambandi við veðurathuganir frá Kolbeinsey er það eitt að segja að það var í tíð forvera míns sem Veðurstofan var tekin undan samgrn. og þess vegna ekki á mínu valdi að koma þeim málum í kring.