Þilplötuverksmiðja

106. fundur
Fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 11:37:10 (4973)

     Fyrirspyrjandi (Guðni Ágústsson) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. svör hans. Þau komu ekki alls kostar á óvart. Það er mikilvægt að halda þessu þróunarstarfi áfram. Ég held að þarna þurfi ríkisvaldið að beita áhrifum sínum því að það er náttúrlega fyrst og fremst markaðssetningin sem skiptir máli. Fá aðila til að fjárfesta í þessari

verksmiðju og koma henni á stofn. Sundraðir og litlir aðilar geta þetta ekki en ríkisvaldið getur haft veruleg áhrif. Það væri mikilvægt fyrir hæstv. iðnrh. þegar hagsveiflan er nú að rísa í Bandaríkjunum, eins og hann minntist á, að fylgja þessu máli fast eftir þannig að við lítum nú eins og eina verksmiðju innan eins eða tveggja ára.