Atvinnuþróun í Mývatnssveit

107. fundur
Fimmtudaginn 11. febrúar 1993, kl. 13:06:00 (4975)

     Forseti Salome Þorkelsdóttir :
    Eins og þingmenn hafa tekið eftir er búið að setja upp í þingsalnum nýjar ljósatöflur sem tengdar eru atkvæðagreiðslukerfinu. Sömuleiðis er búið að festa í borð þingmanna nýja hnappa í stað þeirra sem þar voru settir upp fyrir hálfu öðru ári til bráðabirgða. Ætlun forseta var að atkvæðagreiðslur færu fram með þessum nýja búnaði en forseti hefur fengið boð um það frá tæknimönnum að prófun sé ekki að fullu lokið og smávægilegir hnökrar hafi komið í ljós. Þess vegna verður því frestað um sinn að taka búnaðinn í notkun. Að þessu sinni verða því atkvæðagreiðslur með gamla laginu, handauppréttingu.