Útflutningur hrossa

108. fundur
Föstudaginn 12. febrúar 1993, kl. 11:35:20 (5041)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Í 4. málsl. 3. gr. laga um útflutning hrossa segir að landbrh. skuli ákveða þóknun fyrir skoðun hrossa og eftirlit með útflutningi og greiðist hún úr ríkissjóði. Framkvæmdin hefur verið með þeim hætti að þessi kostnaður hefur verið greiddur af eigendum hinna útfluttu hrossa. Þetta frv. er flutt til þess að lögin séu í samræmi við framkvæmdina. Ég vænti þess að þingið geti á það fallist og legg til að málinu verði vísað til landbn. og 2. umr.