Búnaðarfræðsla

108. fundur
Föstudaginn 12. febrúar 1993, kl. 12:27:13 (5058)

     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég skil ekki alveg hvað hæstv. landbrh. á við með að þetta mál sé eitthvað í fastari skorðum með því að setja það í lög. Jú, hér er komin lagaheimild um að það megi innheimta skólagjöld. Það eru engin takmörk á hvað þau mega vera há, ekki eftir lagagreininni. En hins vegar koma fram í fylgiskjali frá fjmrn. þessar tölur sem ég nefndi áðan um heildarupphæð þeirra og þannig er settur rammi með fjárlögunum um hvað þetta á að vera há upphæð. Ég býst við skólanefndir og skólastjórar verði þá knúin til að fara eftir því sem áveðið er í fjárlögum til að ná þessari upphæð og sama verður þá ráðherra að gera. Þannig að það eru engar skorður settar fyrir því hversu stór hluti af námskostnaði þetta má verða.