Búnaðarfræðsla

108. fundur
Föstudaginn 12. febrúar 1993, kl. 12:40:19 (5065)

     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Fyrst vil ég nú þakka hæstv. landbrh. fyrir mjög góða ræðu um sjávarútvegsmál. Við erum alveg sammála um það að við viljum efla gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Það sem ég var að segja hér áðan var að aðalvaxtarbroddurinn í atvinnulífinu hefur verið í ferðaþjónustu og menn hafa bundið miklar vonir við er nú sérstaklega skattlögð og mér finnst það vera alveg þvert ofan í allt sem ráðherra sagði hér áðan að standa að þeirri aðgerð.