Búnaðarfræðsla

108. fundur
Föstudaginn 12. febrúar 1993, kl. 12:50:17 (5068)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég var farinn að sakna hv. 5. þm. Vestf. Kristins H. Gunnarssonar og er feginn að hann skuli hafa komið í ljós. Auðvitað er rétt að nauðsynlegt er að leiðrétta meiri háttar misskilning hjá ráðherra þegar hann heldur því fram að aðstöðugjaldið hafi verið lagt niður. Eins og þingmaðurinn segir þá má enginn mikssilningur vera. Þetta verður að vera skýrt. Aðstöðugjaldið hefur ekki verið lagt niður. Hins vegar er það rétt að það verður ekki innheimt. Það er mikill munur á þessu tvennu, hv. þm.