Fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 13:32:00 (5100)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill biðja velvirðingar á því að að þessu sinni gafst ekki ráðrúm til þess að tilkynna fyrir fram hvaða hæstv. ráðherrar yrðu viðstaddir þennan fyrirspurnatíma en væntir þess að það komi ekki að sök, enda eru sex hæstv. ráðherrar nú þegar komnir til fundar. Þá hefst fyrirspurnatíminn.
    Forseti vill minna á að hv. þm. og viðkomandi ráðherrar hafa tvær mínútur í fyrstu umferð og eina mínútu tvisvar hvor í hinum síðari.