Kjarasamningar

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 13:48:27 (5113)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegi forseti. Í gær barst mér í hendur bæklingur frá fjmrh. sem heitir Aðgerðir gegn atvinnuleysi. Kannski furðar engan að ríkisstjórnin sé að reyna að afsaka aðgerðir sínar gagnvart almenningi í landinu en í bæklingnum er að finna yfirlýsingu varðandi kjarasamninga sem er svohljóðandi, með leyfi forseta:
    ,,Við núverandi aðstæður er mikilvægt að við áttum okkur á að minni verðmætasköpun þjóðarinnar takmarkar það sem til skiptanna er í kjarasamningum.``
    Ég efast reyndar ekki um þessa fullyrðingu, en spurning mín til hæstv. forsrh. er þessi: Hvernig ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir því að jafnar verði skipt í komandi kjarasamningum?