Viðvera ráðherra í fyrirspurnatímum

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 14:13:42 (5136)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti hefur nú þegar gert grein fyrir því að þetta var undantekningartilvik.
    Þá verður tekið til við 2. dagskrármálið, atkvæðagreiðslu um flutning ríkisstofnana.
    Forseti vill gleðja hv. þm. með því að nú verður hið nýja atkvæðagreiðslukerfi með rafbúnaði prófað og er þess að vænta að það verði í góðu lagi.