Vegáætlun 1993--1996

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 15:46:59 (5160)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan eru allir ánægðir með það ef hægt er að veita auknu fé til vegamála en því miður virðist það ekki vera þannig hér að um mjög mikið aukið fjármagn til vegagerðar sé að ræða. Einnig það að þegar þessar tillögur ríkisstjórnarinnar komu fram voru það ekki bara tillögur sem síðan átti að fjalla um í þingmannahópum og samgn., eins og vegalög segja fyrir um, heldur var strax gefið leyfi til Vegagerðarinnar um að láta fara fram útboð án þess að það kæmi neitt til kasta Alþingis.