Vegáætlun 1993--1996

109. fundur
Þriðjudaginn 16. febrúar 1993, kl. 17:07:28 (5187)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Frú forseti. Hæstv. ráðherra svaraði gagnýni minni á því að sérfræðiþjónusta væri sótt út fyrir landsteinana. Vissulega gagnrýni ég að það skuli gert þegar verið er að verja fjármunum sérstaklega til atvinnuuppbyggingar í landinu að sögn ríkisstjórnarinnar. Ég tel að ráðherra ætti að beita sér fyrir því að það fé sem fer til vegagerðar nýtist fyrst og fremst innan lands. Fyrst skuli leitað eftir því að sams konar þjónustu sé hægt að fá innan lands áður en leitað er erlendis.