Varamaður tekur þingsæti

117. fundur
Fimmtudaginn 25. febrúar 1993, kl. 11:31:01 (5414)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dags. 25. febr. 1993:

    ,,Þar sem ég vegna sérstakra anna get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska eftir því að 1. varaþingmaður Framsfl. í Suðurlandskjördæmi, Þuríður Bernódusdóttir verkstjóri, Vestmannaeyjum, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.``

    Undir þetta bréf ritar Jón Helgason, 2. þm. Suðurl.
    Þuríður Bernódusdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.