Skaðabótalög

117. fundur
Fimmtudaginn 25. febrúar 1993, kl. 12:50:07 (5430)

     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Ég hef dálitlar áhyggjur af seinustu orðum hæstv. dómsmrh. Eins og ég sagði áðan þá ber ég hið fyllsta traust til prófessors Arnljóts Björnssonar. En að verk hans hljóti æ og ævinlega að vera hafin yfir alla gagnrýni og niðurstaða hans í öllum greinum sanngjörn finnst mér nokkuð djúpt í árinni tekið. Síðan þetta með hagsmuni tryggingafélaganna. Mér var ekki ljóst fyrr en ég skildi hæstv. ráðherra svo að tryggingafélögin hefðu einhverja sjálftöku á iðgjöldum. Eftir því sem þeim sýndist gætu þau bara hækkað taxtana. Ég hélt í ókunnugleika mínum að það væru ekki tryggingafélögin ein sem ákvæðu taxta og þau þyrftu leyfi til hækkana.