Kaup á björgunarþyrlu

117. fundur
Fimmtudaginn 25. febrúar 1993, kl. 14:29:29 (5444)

     Frsm. minni hluta allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er að vísu sjálfsagt rétt að það sé um að ræða herþyrlur sem eru notaðar hjá

varnarliðinu en ég vil benda á það að sá framleiðandi sem framleiðir þær þyrlur framleiðir einnig þyrlur sem eru af borgaralegri gerð og það er hægt að fá slíkar þyrlur strípaðar frá framleiðendum þannig að það er hægt að kaupa alls kyns aukaútbúnað þar í. En það er ekki rétt hjá hv. þm. að ekki hafi verið leitað eftir áliti þessara aðila sem hún nefndi áðan, m.a. yfirflugstjórans, vegna þess að það hefur verið gert. Hann hefur átt sæti í nefndum sem hafa verið að skoða þetta mál og að sjálfsögðu verður haldið áfram að leita eftir þeirra skoðunum og áliti þeirra sérfræðinga sem best þekkja til málsins.