Seðlabanki Íslands

118. fundur
Föstudaginn 26. febrúar 1993, kl. 11:36:58 (5527)

     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Nokkrir hv. þm. hafa beðið um að fá að ræða þingsköp, en áður en lengra er haldið telur forseti rétt að lesa bréf, dags. 26. febr. 1993, sem hefur borist og gerir það hér með:
    ,,Undirritaðir alþingismenn óska eftir að efh.- og viðskn. fái frv. til laga um Seðlabanka Íslands til athugunar til að afla frekari upplýsinga og skýringa um efni þess í samræmi við 23. gr. þingskapa. Fyrstu umræðu verði haldið áfram að lokinni þeirri athugun.``     Undir bréfið rita Halldór Ásgrímsson, Kristín Ástgeirsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur Hermannsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Guðrún J. Halldórsdóttir, Páll Pétursson, Svavar Gestsson og Ingibjörg Pálmadóttir.
    Ef það mætti nokkuð stytta umræðu hér vill forseti láta þá skoðun í ljós að hér sé um ótvíræðan rétt hv. þm. að ræða til þess að slík málsmeðferð verði heimiluð. En forseti kýs að fá að ræða við forseta Alþingis um staðfestingu á því og mun því gera örstutt hlé til þess þegar umræðunni hér lýkur.