Flutningar á járnbrautum

119. fundur
Miðvikudaginn 03. mars 1993, kl. 14:21:30 (5553)

     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég skildi nú ekki vel þessa ræðu hæstv. samgrh. Við vorum hér að ræða um frv. og efni þeirra ræðna sem fluttar hafa verið um það hér eftir framsöguna er tvímælalaust ef hæstv. samgrh. hefði nú gefið sér tíma til þess að hlusta eða vitað um hvað þær snerust, að menn voru að leggja út af því hvað það kostaði að vera orðinn aðili að Evrópsku efnahagssvæði. Aðild Íslands að Evrópsku efnahagssvæði er ekki á mína ábyrgð og ég tel mig geta gagnrýnt þá ákvörðun meiri hluta Alþingis fullum hálsi.