Sveitarstjórnarlög

121. fundur
Fimmtudaginn 04. mars 1993, kl. 14:04:41 (5619)


     Pétur Sigurðsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég vil bara taka það fram einu sinni enn að öll umræðan um sameiningu sveitarfélaga sem hefur farið fram, a.m.k. á því svæði þar sem ég bý, hefur einmitt verið um þetta. Það er að segja að styrkja sveitarfélögin í heild með sameiningu, gera reksturinn ódýrari og einmitt að þeir sterku komi til móts við hina veikari og gefi þeim möguleika í sameiginlegu sveitarfélagi sem þeir hafa ekki í dreifðum sveitarfélögum. Það er kjarni málsins og það er kjarni jafnaðarmennskunnar í þessari umræðu.