Framkvæmdaáætlun til að ná fram jafnrétti kynjanna

121. fundur
Fimmtudaginn 04. mars 1993, kl. 14:45:50 (5630)

     Svavar Gestsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég var að sjálfsögðu enga athugasemd að gera við stjórn forseta. Málið er svo að samkvæmt þingsköpum er gert ráð fyrir því að þáltill. fái tiltekinn tíma að lágmarki í fyrri umræðu. Þegar nefnd skilar áliti er tíminn ótakmarkaður nema Alþingi taki ákvörðun um annað. Hins vegar er forseta heimilt að beiðni þingmanna eða án frumkvæðis frá þingmönnum og að eigin frumkvæði að ákveða að þáltill. fái ótakmarkaðan umræðutíma. Ég tel að það séu mistök okkar allra sem hér erum að hafa ekki farið fram á það við forsætisnefndina að það yrði lengri tími til umræðu um jafnréttismál.