Stuðningur við réttindabaráttu Eystrasaltsríkjanna á alþjóðavettvangi

121. fundur
Fimmtudaginn 04. mars 1993, kl. 18:30:55 (5669)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Hér stendur með leyfi hæstv. forseta:
    ,,Eystrasaltsríkin verða ekki fullgildir þátttakendur í samstarfi Evrópuríkja, t.d. innan vébanda Evrópuráðsins, nema þau fullnægi ströngustu kröfum um virðingu fyrir mann- og borgararéttindum.``
    Ég styð það að þau verði að fullnægja ströngustu kröfum og mér er ekki enn ljóst hvað í þessum ströngustu kröfum er ósanngjarnt. Það hefur ekki komið fram hjá flm. Hvað er það í hinum ströngustu kröfum sem hann telur ósanngjarnt? Ég vil að það sé upplýst. Það kemur ekki fram hér.