Tækniskóli Íslands

123. fundur
Mánudaginn 08. mars 1993, kl. 15:59:53 (5770)


     Gunnlaugur Stefánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. þm. spurði um það hvort Alþfl. væri með aðild að þessu frv. að breyta um stefnu gagnvart skólagjöldum. Svo er alls ekki. Það kemur greinilega fram í athugasemdum við lagafrv. þetta að það er verið að samræma hér ákvæði er varða Tækniskóla Íslands við gildandi lög um framhaldsskóla --- og háskólastig eins og segir hér í athugasemdum að í 8. gr. laga nr. 57/1988, um framhaldsskóla, er gert ráð fyrir innheimtu gjalda á nemendur við innritun í námsáfanga. Hvort þau lög voru sett í tíð fyrrv. menntmrh., hv. þm. Svavars Gestssonar, er mér ekki kunnugt eða hver afstaða hans hafi þá verið til þeirrar lagasetningar en um það er verið að fjalla hér að samræma lög um Tækniskóla Íslands m.a. við fyrrnefnda 8. gr. laga nr. 57/1988, um framhaldsskóla.