Tækniskóli Íslands

123. fundur
Mánudaginn 08. mars 1993, kl. 16:02:43 (5774)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Eins og ég sagði áðan þá finnst mér þetta svo ómerkileg athugasemd hjá hv. þm. að hún sé nú varla svaraverð. En staðreyndin er sú að lögin um framhaldsskóla með þessu ákvæði voru sett í menntamálaráðherratíð Birgis Ísleifs Gunnarssonar. En ég tel lögin ekkert verri út af fyrir sig við það, virðulegur forseti, og fagna því að þessari umræðu heldur áfram hér væntanlega á næsta fundi þingsins og skora þá á hv. 5. þm. Austurl. að vera viðstaddan þá umræðu.