Verkaskipting í ríkisstjórninni

124. fundur
Þriðjudaginn 09. mars 1993, kl. 13:44:35 (5781)

     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Síðan núv. ríkisstjórn tók við hafa af og til verið gefnar yfirlýsingar m.a. af hæstv. forsrh. um að til greina gæti komið að verkaskiptingu í ríkisstjórninni yrði breytt. Nýlega birtist löng grein um þetta mál í öðru málgagni stjórnarflokkanna, Alþýðublaðinu. Því vil ég spyrja hæstv. forsrh.: Er á döfinni að breyta verkaskiptingu og skipan í ráðherrastóla í ríkisstjórninni? Telur forsrh. að slík endurskipulagning muni styrkja ríkisstjórnina og er þá á döfinni að fækka ráðherrum í tengslum við þá breytingu. En nokkur umræða hefur verið um það að undanförnu að það væri ráð til betri stjórnarhátta að fækka þingmönnum og ráðherrum.