Verkaskipting í ríkisstjórninni

124. fundur
Þriðjudaginn 09. mars 1993, kl. 13:48:07 (5784)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Vegna síðustu orða hv. þm. þá er það nú svo í stjórnmálum að ekki er hægt að gefa þjóðinni neitt garantí hversu lengi stjórnir sitja yfirleitt eða hversu lengi ráðherrar eru í stjórnarsætum en á þessu augnabliki er ekkert sem bendir til annars en að sú stjórn sem nú situr sitji út kjörtímabilið. Samstarf hefur verið afskaplega gott og farsælt og ég tel að ráðherrar í ríkisstjórninni hafi hver fyrir sig staðið afskaplega vel að málum.