Tækniskóli Íslands

124. fundur
Þriðjudaginn 09. mars 1993, kl. 14:26:33 (5801)

     Valgerður Sverrisdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég vil í fyrsta lagi nefna að ef þetta er eins sakleysislegt og hæstv. ráðherra vill af láta, hvers vegna þarf þá að taka út þá málsgrein þar sem segir að kostnaður við stofnun og rekstur skólans skuli greiðast úr ríkissjóði? Þá er ég að tala um Tækniskólann. Ef það er meiningin að gera það áfram þá skil ég ekki hvers vegna hæstv. ráðherra leggur til að taka út þessa málsgrein.
    Varðandi Samvinnuskólann, þá er það rétt að ég sit þar í skólanefnd og þar eru innheimt skólagjöld. Þó ég ætli ekki að fara með það hér hversu há þau eru, þá veit ég að þau eru allhá. Ríkissjóður leggur ekki fram nema 70--80% af kostnaði við rekstur skólans. Hitt þurfa nemendur að greiða. Það er ekkert annað. Og það er dýrt. Þetta veit ég ekki hvort hæstv. ráðherra er kunnugt um.