Þvottahús Ríkisspítalanna

124. fundur
Þriðjudaginn 09. mars 1993, kl. 21:00:54 (5846)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er alveg ljóst mál að nýsamþykkt samkeppnislög munu einfaldlega koma í veg fyrir að aðili eins og Þvottahús Ríkisspítalanna, sem er rekið sem hluti af Ríkisspítölunum sem er kostað með fjárframlögum af Alþingi og þarf ekki að sæta sömu skattalegri meðferð og einkafyrirtæki í

sambærilegum rekstri, getur boðið í verk í samkeppni við félög sem meðhöndluð eru skattalega sem hlutafélög og þurfa að standa öðruvísi að verki í sambandi við sín framtalsmál, ekki bara bókhaldsmál heldur sín framtalsmál og skattagreiðslur en hlutar af Ríkisspítölum sem reknir eru af opinberu fé og eru undanþegnir sköttum og skyldum sem einkaaðilar þurfa að borga.