Ár aldraðra

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 11:22:16 (5894)

     Fyrirspyrjandi (Svavar Gestsson) :
    Virðulegur forseti. Mér þykir leitt til þess að vita að Öldrunarráð Íslands og samstarfsnefnd um málefni aldraðra séu að fást við verkefni sem er tómur misskilningur og það sé verið að undirbúa verulega menningarviðburði í tengslum við ár aldraðra á Íslandi en hafi farið fram hjá hæstv. heilbrrh. Kannski er það miðað við allar aðstæður í raun og veru trygging fyrir því að ár aldraðra geti orðið vel heppnað á Íslandi að hæstv. núv. heilbrrh. komi ekki hvergi nálægt því.