Námsstyrkir doktorsefna

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 11:34:20 (5904)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég vildi einmitt skjóta að hæstv. menntmrh. viðbótarfyrirspurn sem er sú: Hvað er gert ráð fyrir mikilli fjármunalegri aukningu til þeirra verkefna sem hér er verið að tala um? Þetta er auðvitað bara spurning um peninga, hversu mikla fjármuni menn vilja setja í þau verkefni sem hér eru á ferðinni og þýðir auðvitað ekkert að vísa á þessa einkavæðingarnefnd í því sambandi. Í öðru lagi er það náttúrlega til umhugsunar, að mér og fleiri þingmönnum er kunnugt um að það er fjöldinn allur af námsmönnum sem ekki tekst að ljúka námi núna, að keyra nám til lykta og enda, vegna þess hverng búið er að fara með námslánakerfið. Þá verður lítið um doktorsnámið þegar búið er að eyðileggja Lánasjóð ísl. námsmanna.