Námsstyrkir doktorsefna

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 11:35:15 (5905)

     Guðrún J. Halldórsdóttir :
    Virðulegi forseti. Aðeins örstutt. Mér er kunnugt um það að ungir og efnilegir vísindamen og námsmenn eru nú þegar byrjaðir að ígrunda það hvort þeir eigi ekki að hætta við að fara í doktorsnám af því að þeir treysta sér ekki til þess að taka á sig meiri byrðar í lánum heldur en þegar er orðið. Ég held að þetta sé afskaplega varhugaverð þróun og vil aðeins undirstrika nauðsyn þess að bæta aðstöðu þessara manna sem eru mjög nauðsynlegir fyrir íslensku þjóðina. Þetta stefnir sem sagt í hálfgerðan voða eins og er.