Námsstyrkir doktorsefna

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 11:44:10 (5910)

     Kristín Ástgeirsdóttir (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Eins og hér hefur komið fram, þá búum við þingmenn við afar þröngan tíma í þessum fyrirspurnatímum og þegar það gerist að það veldur misskilningi, þegar maður fær ekki einu sinni að ljúka setningunum héðan úr ræðustóli, þá hlýt ég að biðja hæstv. forseta leyfis að mega svara hér menntmrh. til að leiðrétta misskilning. Vill forseti leyfa mér það? ( Forseti: Nei, forseti getur ekki leyft það að hv. þm. svari efnislega menntmrh. Hún hefur óskað eftir því að gera athugasemdir við þingsköp og hún hefur orðið til þess.) Ég vil gera athugasemd við þessa ströngu stjórn forseta hér á þessum fundi. Það hefur nú iðulega verið leyft að svara því sem fram hefur komið og fólk a.m.k. fengið að ljúka setningunum. Forsetar hafa nú sýnt þá biðlund. En ég að sjálfsögðu hlýði því að fá ekki að svara hér, til að virða þingsköpin.