Námsstyrkir doktorsefna

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 11:45:28 (5911)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Ég verð að upplýsa hv. þm. að gefnu tilefni um það að stjórn forseta er ekki ströng. Ef eitthvað er strangt, þá eru það þingsköpin sem eru ströng. Forseti getur tekið undir þær athugasemdir sem fram hafa komið oft hér í þinginu að einnar mínútu ræðutími er mjög stuttur. Ef hv. þingmenn telja að hann sé ekki boðlegur til umræðna, þá verður að breyta þingsköpum en ekki gera athugasemdir við stjórn forseta á fundum vegna þess að hann getur ekki annað en stjórnað samkvæmt þingsköpum sem hv. þm. bjóða forseta að starfa eftir.