Endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 11:49:22 (5913)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Herra forseti. Nefnd um mótun menntastefnu og endurskoðun á grunn- og framhaldsskólalöggjöfinni hefur skilað áfangaskýrslu. Áfangaskýrslan hefur verið send samráðsaðilum til umsagnar og eru þær að berast nú. Að fenginni lokaskýrslu mun verða unnið að frv. um grunn- og framhaldsskóla. Ef í ljós kemur að nauðsynlegt verði að endurskoða lög um Lánasjóð ísl. námsmanna vegna breytinga á menntastefnunni, mun ég að sjálfsögðu beita mér fyrir því. Á þessu stigi málsins get ég því ekki veitt annað svar en þetta. Meðan ekki er vitað hvaða breytingar verða gerðar á löggjöfinni, þá get ég ekki farið nánar út í það mál nú.