Stálvinnslan hf.

126. fundur
Fimmtudaginn 11. mars 1993, kl. 12:54:55 (5944)


     Árni M. Mathiesen :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir þann áhuga sem hann sýnir þessu máli. Það er hins vegar ekki örgrannt um að mér finnist hann ætlast til of mikils af hæstv. iðnrh. og iðnrn. því að þetta mál snýr fyrst og fremst að bönkum og öðrum lánastofnunum sem eiga kröfur í búið. Það er hins vegar ekki óeðlilegt að það hafi verið leitað til þingmanna kjördæmisins um aðstoð við að koma þessum rekstri af stað aftur. M.a. hefur verið leitað til mín og ég hef haft ánægju af að leggja málinu lið, m.a. í samskiptum við bankana. Mér sýnist að nú séu mál komin í þann farveg að allir viðkomandi aðilar eigi að geta að lokum unað við góða niðurstöðu og vonast ég til þess að við fáum stuðning bæði fyrirspyrjanda, ráðherra og annarra þingmanna til þess að svo muni örugglega verða.